Gæði, úrval og gott verð
FYRIR ÞITT HEIMILI
Ítölsk gæðaframleiðsla frá Fima
Fima er ítalskt fjölskyldufyrirtæki stofnað af Carlo Frattini árið 1960 sem hefur á stuttum tíma skapað sér sess á meðal fremstu blöndunartækjaframleiðenda Ítalíu.
Með gæði og sjálfbærni að leiðarljósi ásamt tímalausri hönnun hefur Fima náð að skera sig úr.
Fima leggur mikla áherslu á smáatriðin svo að notendum finnist dagleg notkun einstök.
Allt inn á baðherbergið frá Gala
Cerámicas Gala er spænskt fyrirtæki sem hefur boðið frábærar lausnir fyrir baðherbergið með persónulegum og áberandi stíl í meira en 50 ár.
Gala hefur lagt mikla áherslu á nýsköpun og sjálfbærni og komist í leiðandi stöðu á markaði.
Gala státar sig af öðruvísi og áberandi hönnun sem er ávallt í hæsta gæðaflokki.
Handklæðaofnar frá Terma
Handklæðaofnarnir frá Terma bjóða upp á ótal valmöguleika þegar skreyta á baðherbergið. Skemmtileg hönnun sem lífgar upp á rýmið og mikið úrval af litum. Terma er einnig leiðandi í hönnun snjallmæla fyrir olíufyllta rafmagnsofna sem eru fullkomnir í sumarbústaðinn. Rafmagnsofnarnir bjóða einnig upp á fjölbreytta og nýstárlega hönnun.
