Við Síðumúla 16 – 18 í Reykjavík má finna verslunina Innréttingar & Tæki, sem sérhæfir sig í afar smekklegum og vönduðum baðherbergisvörum.
Starfsemi verslunarinnar hófst við upphaf tíunda áratugarins og er reksturinn í höndum þeirra gamalgrónu umborðs og heildsöluverslunar Jensen, Bjarnason & CO sem starfrækt hefur verið frá 13. ágúst árið 1945 eða í tæplega 80 ár.
Fyrirtækið hefur ávallt verið í sömu fjölskyldunni þar sem sonur þeirra Þórir Jensen tók við rekstrinum og nú er dóttir hans Íris Jensen að taka við keflinu ásamt eiginmanni sínum Grétar Þór Grétarssyni.
Nafn verslunarinnar Innréttingar & Tæki var fyrst notað árið 1993 þegar verslunin hóf rekstur sinn í Faxafeni og hóf sölu á innréttingum og hreinlætisvörum.
Við erum stolt af því að vinna með framúrskarandi vörumerkjum og halda áfram arfleifð okkar í að veita viðskiptavinum vandaðar og glæsilegar baðherbergislausnir.