Vörumerki
Vörumerkin okkar














Ítölsk gæðaframleiðsla frá Fima
Fima er ítalskt fjölskyldufyrirtæki stofnað af Carlo Frattini árið 1960 sem hefur á stuttum tíma skapað sér sess á meðal fremstu blöndunartækjaframleiðenda á Ítalíu. Með gæði og sjálfbærni að leiðarljósi ásamt tímalausri hönnun hefur Fima náð að skera sig úr.
Fima leggur mikla áherslu á smáatriðin svo að notendum finnist dagleg notkun einstök.
Allt inn á baðherbergið frá Gala
Cerámicas Gala er spænskt fyrirtæki sem hefur boðið frábærar lausnir fyrir baðherbergið með persónulegum og áberandi stíl í meira en 50 ár. Gala hefur lagt mikla áherslu á nýsköpun og sjálfbærni, þannig komist í leiðandi stöðu á þessum markaði. Gala státar sig af skemmtilegri og áberandi hönnun sem er ávalt í hæðsta gæðaflokki.




















Dekur sápur frá Nesti Dante
Nesti dante er lítið fjölskyldufyrirtæki í Flórens á Ítalíu sem hefur starfað síðan 1947 og eru þau einn þekktasti sápuframleiðandi heims. Sápur þeirra ilma ekki bara vel heldur eru þær unnar úr nátturulegum hráefnum, þær eru án paraben efna ásamt vegan, cruelty free og umfram allt hreinar vörur sem mýkir og róar viðkvæma húð.
Handklæðaofnar frá TERMA
Handklæðaofnarnir frá Terma bjóða upp á ótal valmöguleika þegar kemur að handklæðaofnum. Skemmtileg hönnun sem lífgar upp á rýmið og með miklu úrvali af litum. Terma er einnig leiðandi í hönnun snjallmæla fyrir olífyllta rafmagnsofna sem eru fullkomnir fyrir sumarbústaðinn. Rafmagnsofnarnir bjóða einnig upp á fjölbreytta og nýstárlega hönnun.

















Litríkur heimur frá GLOBO
Cerámica Globo er ítalskt fyrirtæki hefur unnið sig upp í að vera leiðandi í hreinlætis og baðherbergis iðnaðinum. Vörur þeirra standa út þar sem þær eru vandaðar og eru þeir alltaf með í nýjustu tískunni. Litir þeirra eru heillandi og er því skemmtileg að fara út fyrir ramman og lífga upp á baðherbergið með vörum þeirra.
Vandað yfirbragð frá ELITA
Elita var stofnað árið 1998 í Póllandi og framleiðir fyrirtækið baðherbergishúsgögn. Hönnun og gæði þeirra standa út og eru þær vönduð með nútíma stíl sem samræmir við einstakar óskir og smekk allra.












Salernisvörur frá HATRIA
Hatria er ítlaskt fyrirtæki stofnað árið 1970, sem hefur séhæft sig í háþróuðu, hljóðlátu skolkerfi sem er vottað af ESB og TÜV. Hatria býður upp á stílhreina ítalska hönnun sem er fáanleg í hlýjum litum sem lífga upp á baðherbergið.












Speglar og lýsing frá EBIR
Ebir hefur 25 ára reynslu í ljósaspeglum fyrir baðherbergi. Með höfuðstöðvar í Valensíu á Spáni endurspegla vörur þeirra einstakan miðjarðarhafsstíl. Ebir leggur áherslu á vandaðan glerskurð í hverjum spegli til að tryggja að vörurnar þeirra skeri sig úr fyrir frábæra hönnun og gæði.